|
|
|
|
|
|
|
Um fauna.is |
|
Stutt ágrip af ferli Jóns Baldurs Hlíðberg Jón B. Hlíðberg fæddist í Reykjavík 1957. Hann ólst upp í Garðabæ í náinni snertingu við fjölbreytta náttúru umhverfis æskuslóðir sínar og austur á héraði þar sem hann var nokkur sumur í sveit. Enda fór svo að fljótt tók að bera á miklum áhuga á náttúrufræði þó einkum fuglum. Þessi áhugi á fuglum sameinaðist teikniáráttu sem síðan varð til þess að hann fór að sækja námskeið í teikningu við Myndlistaskólann í Reykjavík veturinn 1982-83. Þaðan lá leiðin í Myndlista og handíðaskóla Íslands, en þar var hann við nám 1983-1985. Strax að skóla loknum hóf hann störf við myndlýsingar þótt oft væru verkefnin stopul á þeim vettvangi í upphafi. Fyrstu árin starfaði hann jafnframt teiknivinnunnni við Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrufræðistofu Kópavogs jafnframt því að gera út fjallabíl í ferðir með erlenda náttúruunnendur á sumrum. Hin síðari ár hefur Jón þó helgað sig teiknarastarfinu. Ennfremur hefur Jón kennt lítillega teikningu. Nú liggur fyrir allnokkurt safn rita ýmissa útgefanda myndskreytt af honum, en nánari kynning á helstu bókum er að finna á vefsíðunni Útgefið efni. Auk þeirra bóka sem þar eru kynntar hefur Jón teiknað mikinn fjölda mynda í ýmis kennslurit námsgagnastofnunar, margvísleg veggspjöld og fleira fyrir bæði innlenda sem erlenda aðila. Eins hefur Jón gert fjölmörg frímerki svo nokkuð sé nefnt. Fyrsta sýning Jóns var opnuð í Hafnarborg, Hafnarfirði í október 1999.Í kjölfarið hafa fylgt margar sýningar smáar sem stórar.
|
|
|
|
|
|
|
© Jón Baldur Hlíðberg 2002. Gautavík 14, 112 Reykjavík
Sími: 586-1095, Netfang: jbh@fauna.is
|
|
|
|